National Right to Life Committee

National Right to Life Committee (NRLC), eru elstu og stærstu samtök sem berjast gegn rétti kvenna til þungunarrofs í Bandaríkjunum. Samtökin voru stofnuð árið 1968 af The National Conference of Catholic Bishops (NCCB, nú United States Conference of Catholic Bishops USCCB), samtökum kaþólskra biskupa í Bandaríkjunum.[1] Tilgangurinn með stofnun samtakanna var að berjast fyrir réttindum ófæddra barna og "réttinum til lífs" (e: Right to Life) með því að samræma baráttu gegn lagasetningu sem lögleiddu þungunarrof í ólíkum fylkjum. Árið 1973 var skorið var á tengsl samtakanna við NCCB til þess að hægt væri að ná til víðtækari hóps en aðeins kaþólikka. Á níunda og tíunda áratugnum voru NRLC talin meðal áhrifamestu þrýstihópa í Washington D.C. Samtökin starfa í 3.000 deildum í öllum fylkjum Bandaríkjanna.

  1. „United States Conference of Catholic Bishops (USCCB)“. Library of Congress, Washington, D.C. 20540 USA. Sótt 18. nóvember 2020.

© MMXXIII Rich X Search. We shall prevail. All rights reserved. Rich X Search